18.12.2008 | 01:21
Sá yðar sem syndlaus er…
Farísear og fræðimenn koma með konu, staðna að hórdómi, létu hana standa mitt á meðal þeirra
og sögðu við hann: Meistari, kona þessi var staðin að verki, þar sem hún var að drýgja hór.
Móse bauð oss í lögmálinu að grýta slíkar konur. Hvað segir þú nú?
Þetta sögðu þeir til að reyna hann, svo þeir hefðu eitthvað að ákæra hann fyrir. En Jesús laut niður og skrifaði með fingrinum á jörðina.
Og þegar þeir héldu áfram að spyrja hann, rétti hann sig upp og sagði við þá: Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrstur steini á hana.
Og aftur laut hann niður og skrifaði á jörðina. Þegar þeir heyrðu þetta, fóru þeir burt, einn af öðrum, öldungarnir fyrstir. Jesús var einn eftir, og konan stóð í sömu sporum.
Hann rétti sig upp og sagði við hana: Kona, hvað varð af þeim? Sakfelldi enginn þig? En hún sagði: Enginn, herra. Jesús mælti: Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar. Jóh. 8:2-11
Veist að Jóni Ásgeiri í miðbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2008 | 15:50
Takk fyrir okkur…
en bættir það upp með einhverjum óskilgreinanlegum sjarma.
Svolítill Robert Mitchum í þér. Mitchum var stundum svo fullur
er hann var að leika í kvikmyndum að það þurfti að setja stoðir
á bak við hann til að hann myndi ekki detta.
Derrick látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2008 | 14:21
Þessir Pólverjar…
Pössum okkur á að dæma ekki heilar þjóðir, tugmilljóna þjóðir
út af nokkrum skemmdum eplum. Ástandið í Austur Evrópu
hefur undanfarin ár verið með þeim hætti að skipulögð glæpa-
starfsemi hefur vissulega blómstrað. Við megum samt ekki gleyma því
að 99,9% af t.d. Pólverjum eru mesta sómafólk. Ég var nýlega
á vinnustað þar sem Pólverji var að vinna við rafmagn. Einn vinur
minn var að tala um lögregluna og sagði að hún væri undirmönnuð
og fjársvelt og hefði ekki einu sinni bolmagn til að halda niðri brjáluðum
Pólverjum sem væru að berja menn. Ég sá að Pólverjanum sárnaði að
vera spyrt saman við þessa ofbeldismenn. Svona álíka og að mér sem
Íslendingi væri skipað á bekk með dæmdum íslenskum ofbeldismönnum.
Þungir dómar í Keilufellsmáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2008 | 15:44
Æi!
að venjulegt fólk geti mótmælt og sagt hug sinn án þess að vera stimplað
sem skríll. Borgarafundurinn í kvöld verður vonandi ekki í þessum anda.
Ólæti á þingpöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2008 | 21:56
Bretar pyntuðu afa Obamas
þessara hryðjuverkamanna. Saga Breska heimsveldisins er blóði drifin. En auðvitað
er svo menning þeirra stórmerkileg og samofin veruleika okkar Íslendinga.
TIl dæmis eru rokkhljómsveitir eins og Pink Floyd mikill áhrifavaldur í lífi mínu
sem unglingi og er í raun enn þann dag í dag.
Pyntuðu afa Obamas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2008 | 14:38
Græðum við eða töpum á því að ganga í ESB
1.12.2008 | 08:51
Getum margt af Norðmönnum lært…
þó kannski verðum við seint fullnuma í sumu, eins og t.d. sparnaði.
Þar held ég að Norðmenn muni alltaf verða skrefi á undan.
Fræg er sagan af því þegar útvarpsmenn í Osló hringdu í bónda í fyrði nyrst
í Noregi í mikilli kuldatíð. Þeir spurðu hann hvað frostið væri mikið hjá honum.
"Jooo. Það er örugglega 18 gráðu frost núna." Nú! sögðu útvarpsmennirnir.
"Við hringdum áðan í bónda hinum megin í firðinum og hann sagði að það væri
a.m.k. 30 gráðu frost." Eftir langa og hálf vandræðalega þögn kveikti loks
bóndinn á perunni og svaraði: "Já það það hefur þá verið ÚTI."
Já þeir eru ekkert endilega að kynda neitt meira þó kólni í veðri.
Íslendingar muna vinargreiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2008 | 10:12
Að sigra heiminn…
Nú þegar mesta reiðin er runninn af manni, er rétt að huga að því að nú þegar
allt fjármálakerfið er hrunið og við komin næstum því á byrjunarreit að gömlu
bankarnir voru nú ekki alslæmir. TIl dæmis gáfu þeir miklar tekjur til þjóðarbúsins
í formi skatta og vissulega var til dæmis Landsbankinn duglegur við að styrkja
menninguna og íþróttastarf í landinu. Kaupþing var t.d að mörgu leiti mjög vel
rekið fyrirtæki og þar störfuðu mjög færir einstaklingar sem unnu frábært starf.
Og auðvitað spiluðum við flest öll með og dáðumst að snillingunum og
vorum stolt af því að við værum, þrátt fyrir smæðina, að eignast allan heiminn.
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið.
Og allt með glöðu geði
er gjarnan sett að veði.
Og þótt þú tapir það gerir ekkert til
því það er nefnilega vitlaust gefið
Steinn Steinar
22.11.2008 | 22:02
Óeirðir út af stöðumælasekt
Mótmæli við lögreglustöðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2008 | 00:32
40 ár frá uppþotunum í París
Vinkona mín sagði við mig að það nálgaðist að hennar mati landráð að mæta ekki
á Austurvöll á morgun til að mótmæla. Önnur sagði að henni fyndist fáránlegt að
mæta á Austurvöll til að "mótmæla kreppunni". Já ég er sammála því að það er svolítið
fáránlegt. En erum við þessar þúsundir (vonandi verða það tugþúsundir innan tíðar)
ekki bara að gera það sem hefur verið gert í þúsundir ára þegar fólki misbýður?
Jésú velti um borðum bandbrjálaður vegna þess að fjárglæframenn voru að gambla
með fé í stað þess að sinna trúnni. Ég er ofsalega stoltur af honum Herði Torfa fyrir
að hafa hugsað fyrir mig og stofnað til þessara, nota bene, friðsömu mótmæla.
Og ég er alls ekki að hvetja til þess að við förum að feta í fótspor stúdentana í París
árið 1968. En það er áhugavert að skoða það hvernig að sagan fer í hringi og fólkið
sem var ungt þá er nú orðið ráðsett og hugsar með hryllingi til þess ef einhver læti eru
í gangi. Sama fólkð og henti eggjum í herskip og gékk Keflavíkurgönguna með "Ísland
úr Nató herinn burt" skilti um öxl. Já þetta eru undarlegir tímar sem við lifum á.
People are crazy and times are strange
I'm locked in tight, I'm out of range
I used to care, but things have changed
I've been walking forty miles of bad road
If the bible is right, the world will explode
I've been trying to get as far away from myself as I can
Some things are too hot to touch
The human mind can only stand so much
You can't win with a losing hand
Robert Allen Zimmerman
http://www.youtube.com/watch?v=0yQ_R4Byc9M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Birgir Þorsteinn Jóakimsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar