29.10.2008 | 23:02
Reiðin og Íslandshrun
Ég vil endilega minna á predikunina hans Sigurðar Árna sem ég heyrði
hann flytja á sunnudaginn sl. Orð í tíma töluð og áhugavert innleg í umræðuna.
Ágætt að hvíla aðeins hagfræðina og skoða ástandið með gleraugum guðfræðingsins.
http://sigurdurarni.annall.is/2008-10-26/reidin-og-islandshrun/#more-747
28.10.2008 | 23:19
Að núllstilla allt saman …
Ég man vel þegar ég keypti mér, árið 1978 fullkomna vasareiknivél frá Canon.
Hún var reyndar svo stór að hún komst aðeins í stærri vasa en reiknað gat hún ýmislegt.
Cosinus föll og hvaeina sem ég hafði reyndar hvorki vit né þörf á að brúka á þeim tíma.
Þegar ég var svo kominn í ógaungur (Laxnessískt ritmál) var svo ósköp þægilegt að geta
ýtt á einn takka sem mig minnir að hafi verið merkur með bókstafnum C, sem þurkkaði
út allt það sem ég var búinn að gera.
Núna 30 árum síðar fæ ég aftur þessa tilfinningu yfir mig að allt sé komið í mess, bæði
í þjóðfélaginu öllu og ekki síður í mínum haus. Mér finnst því tímabært að ýta á takkann
sem hreinsar út allt það sem ég er búinn að vera að reikna. Og byrja að reikna upp á nýtt.
Ég held að margir séu að gera þetta þessa dagana. Verðmætamatið er t.d. eitt sem margir
þurfa að hugsa upp á nýtt.
28.10.2008 | 17:20
Færeyingar vilja lána okkur péninga
Nú er að koma berlega í ljós hverjir eru okkar raunverulegu vinir.
Færeyingar hafa alltaf litið upp til okkar og viljað vera vinir okkar.
Við höfum í hroka okkar viljað vera eitthvað merkilegra en þeir.
Nú eigum við að nota tækifærið í kreppunni að treysta betur
samband okkar við Færeyinga og Grænlendinga.
Við eigum mikið meira sameiginlegt með þessum þjóðum heldur en
við viljum kannast við. Ég held að nægjusemi Færeyinga sé eitthvað
sem við gætum haft gott af að tileinka okkur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.10.2008 kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2008 | 23:49
Hvaða land á að flýja til…
Nú er lag að flytjast úr landi og bíða af sér lurkinn í öðru landi.
Hér kemur óskalistinn minn.
1. Færeyjar. Þar býr gott og viturt fólk.
2. Frakkland. Þar býr Kári sem er bæði góðr og vitr. Svo kann ég smá í frönsku.
3. Svíþjóð. Þar býr líka gott fólk með ríka réttlætis- og öryggiskennd.
4. Indland. Þar býr mikið af fólki.
Um bloggið
Birgir Þorsteinn Jóakimsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar