Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ég krefst þess…

… að það verði skoðað ofan í kjölinn hvort að menn vissu ekki af því
að illa gat farið og að tryggja þyrfti innistæður breskra sparifjáreigenda í Icesave,
netreikningi Landsbankan. Sá þetta virkilega enginn fyrir? Ef síðan menn í Seðla-
bankanum og í stjórn þessa lands voru aðvaraðir, ber þeim öllum skylda til að
gangast við þeirri ábyrgð og segja af sér. Þessi farsi er að breytast í harmleik.
mbl.is Fagna árangri í Icesave-málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undirbúum þjóðaratkvæðagreiðslu strax!

Nú þarf að koma fram með öll rök með og á móti aðild.
Ljóst er að einhverjir gallar eru orðnir að kostum og kostir
orðnir að göllum nú eftir að kreppan skall á. (fremur hörð
lending, myndu víst greiningardeildir bankanna fyrrverandi
kalla þetta ástand sem nú ríkir). Við þurfum sem þjóð að
skoða heildarmyndina og ekki að leyfa allskonar kverúlöntum
að tefja umræðuna og ákvörðunartökuna. Auðvitað verður það
svo að einhverjir munu tapa ef við göngum í Evrópusambandið,
en höfum við efni á því sem þjóð að vera ein og yfirgefin í
samfélagi þjóðanna.
mbl.is Drög lögð að umsókn um ESB-aðild?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þarf að bretta upp ermarnar… 

… og koma atvinnulífinu í lag með því að koma krónunni í lag
og svo að sjá hvernig við losnum við hana eins fljótt og unnt er.

Auðvitað eru þetta tíðindi, loksins eitthvað að gerast, vonar maður.
En það er beygur í manni þegar enn eru svo ótal margir endar lausir.
Við vitum til dæmis ekki hvað það er mikið sem ég og þú þurfum að
borga þegar upp er staðið.

Það verður spennandi að sjá hver framvindan verður þessa vikuna.
Alltént ætla ég á Austurvöll á Laugardaginn til að fá ferska sýn á
ástandið frá fólki sem hugsar stundum aðeins út fyrir ramman.


mbl.is Gátum ekkert annað gert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er rétt að byrja… 

Þetta er bara byrjunin á því sem koma skal. Það er ansi hætt við því að svona uppákomur
verði daglegt brauð, þangað til að við fáum að vita hvað stjórnvöld ætla að gera í stöðunni.
Auðvitað verða gerð einhver mistök þegar taka þarf erfiðar ákvarðanir í flóknum málum
á mjög skömmum tíma en "bezt að gera ekki neitt" aðferðin er greinlega ekki að virka.
Við viljum líka virkt lýðræði STRAX! Nærri 100% þjóðarinnar vill Davíð burt strax. En ekkert
gerist. Hverjir stjórna þessu landi í raun?


mbl.is Valhöll í baði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skapvonska á flækingi

Þegar ég var í MH léku góðir drengir og stúlkur s.s. Kalli Axels í leikriti sem hét Skapvonska á flækingi.
Það fjallaði um það hvernig að skapvonska getur færst frá einum til annars og breiðst þannig út eins og sinueldur.
Það er mjög líklegt að þetta gerist nú á næstu vikum á íslandi. Faðirinn missir vinnuna. lætur það bitna á konunni sem vinnur í banka og verður pirruð við barnið sitt sem verður brjálað í skólanum þannig að kennarinn missir sig og lætur það bitna á sínum börnum og makanum sem síðan lemur hundinn sem bítur köttinn sem glefsar í páfagaukinn.
mbl.is Skapvonskan leiddi til slyss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öreigar allra landa sameinist… 

… og lánið okkur íslendingum, öreigum öreiganna pening STRAX!
Annars neyðumst við til að taka strætó, fara að hjóla og fækka
utanlandsferðum í 1-2 á ári.

Grínlaust. Er ekki staðan að verða grafalvarleg þegar þjóðir sem
maður hélt að væru í vondum málum sjálfar virðast ætla að lána
okkur, fyrrum ríkustu þjóð í heimi (hvað sem það nú þýddi), pening.

Eða hangir kannski eitthvað á spýtunni? Svariði nú?


mbl.is Pólverjar munu lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupið Dropann, einstaka barnabók á aðeins 1.690 kr.

Við Guðjón Bergmann erum búnir að vinna að því síðan í sumar að
búa til nýja barnabók, Dropann. Hún er auðvitað jólagjöfin í ár
handa börnum á c.a. aldrinum 2ja til 8ára og kostar aðeins 1.690 kall.
20% af ágóða rennur til Dropans, styrktarfélags sykursjúkra barna á Ísland.
Nánari upplýsingar um félagið má finna á www.dropinn.is.

Bókin er um dropa sem hittir anda hafsins, fer í ævintýralegt ferðalag upp á yfirborðið,
gufar upp, breytist í snjókorn, lendir á Íslandi, bráðnar, verður að ferskvatni, er drukkinn
af ungum dreng, fer með honum í skólann og lendir að lokum í ræsinu. Kemst dropinn aftur til hafsins?

Sendið mér póst á biggijoakims@gmail.com
og ég mun senda bók um hæl og reikningsnúmer
til að leggja inn á. Kv, Biggi Jóakims


Að vera á gormum… (ekki á nálum)

Ég prófaði að hlaupa á gormunum frá honum Daníel í Afreksvörum, Síðumúla 13 og verð að segja að þeir svínvirka. Sérstaklega þar sem er hálka OG smá snjóföl. Þeir hindra að maður spóli og renni til. Ég hlakka til að taka þátt í næsta Powerade hlaupi og vona að það verði hálka svo að ég nái forskoti á þá sem eru ekki með gorma. : )
Annars var hann Gunnar Páll bróðir að segja mér að hann hafi nýverið hitt mann í Laugardalnum sem horfði á hlaupahópinn hans í forundran og spurði: "hva hlaupiði ÚTI á veturna, ég hélt að allri færu inn á brettin þegar veturinn skellur á"?

Vetrarhlaup eru með því yndislegasta sem maður getur tekið sér fyrir hendur. Sérstaklega er gott að koma í heitan pott í sundlaugunum eftir langan og góðan túr. Hvet alla til að mæta t.d. í Vesturbjarlaugina á mánund., miðvikud., fimmtud. kl. 17:30 og á föstud. kl. 16:30. Síðan er hlaupið á laugardögum kl. 10.00. Sjá http://hlaup.blog.is/blog/hlaup/ Hægt er að sjá yfirlit yfir skokkhópa á hlaup.is (http://hlaup.is/bullets_alpab.asp?cat_id=18)


Nú verður gaman að sjá viðbrögð sjálfstæðismanna… 

Að sjálfsögu verður þetta skýrt með því að það sé nú ekkert að marka þetta
fylgi þar sem flokkurinn sé að standa í mjög óvinsælum aðgerðum og að auðvitað
muni þetta nú breytast þegar vinda tekur að lægja.

En ég held að þetta sé ekki raunin að þessu sinni. Fólk er að verða mjög reitt
og hverjir eiga að taka ábyrgð aðrir en þeir sem hafa stjórnað landinu undanfarin ár?


mbl.is Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningabréf - Æ, æ, en þú óheppinn!

Þegar ég var svona 6 ára gamall fór ónefndur bróðir minn út í búð að kaupa
2 flöskur af appelsínulímónaði handa okkur. Þegar hann kom til baka sagðist
hann hafa misst aðra flöskuna þannig að hún brotnaði. Og mikið hefði ég nú
verið óheppinn, það var mín flaska sem brotnaði.

Þannig líður mér eftir að hafa fengið þær fregnir að MITT sparifé væri ekki tryggt,
en sparifé NONNA í næsta húsi sem nennti ekki að mæta niður í Landsbanka til að
fá fjármálaráðgjöf, það er tryggt og öruggt. Og það sem er líka bráðfyndið er að
vextirnir á hans reikningi hafa síst verið með minni vexti en mínir "öruggu" sjóðir.

Ég fékk hluta af mínu sparifé (peningabréf) sem ég lagði inn ásamt konu minni nýverið.
Ég held að við höfum fengið 67% af því sem við treystum Landsbankanum fyrir.
Síðan er aðal summan ennþá frosin í einhverjum "varfærnum og áhættulausum sjóðum"
vegna þess að ekki er hægt að meta enn hvað við höfum tapað miklu.
Á meðan allt er frosið erum við svo auðvitað rukkuð um yfirdráttarvexti.
Við vorum kölluð niður í Landsbanka á sínum tíma til að fara yfir málin og okkur
eindregið ráðlagt að setja allt okkar sparifé í þessa sjóði.

Ég er sammála Herði, nú vantar okkur góðan lögfræðing. Þetta er unnið mál.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Höfundur

Birgir Þorsteinn Jóakimsson
Birgir Þorsteinn Jóakimsson
Grafískur hönnuður og jógakennari með MBA gráðu frá HÍ. Maraþonhlaupari, hjólreiðamaður og verðandi sjósundmaður. Mæti alla morgna kl. 7.00 (nema laugard. og sunnud.) í Müllersæfingar hjá Dóra foringja í Vesturbæjarlaugina. Hlaupið frá Vesturbæjarlaug mánud. og miðvikud. kl. 16:30 og föstudaga kl. 16:30. Stundum á laugard. kl. 10:00 og á sunnud. kl. 10:10.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hlaup 2011 kapa 200
  • K nafer MBA0212 jpg
  • bjragey mom143 4384
  • Stærri árskógur+birgisdætur
  • Bjargey IMG 2003

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 681

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband