Peningabréf - Æ, æ, en þú óheppinn!

Þegar ég var svona 6 ára gamall fór ónefndur bróðir minn út í búð að kaupa
2 flöskur af appelsínulímónaði handa okkur. Þegar hann kom til baka sagðist
hann hafa misst aðra flöskuna þannig að hún brotnaði. Og mikið hefði ég nú
verið óheppinn, það var mín flaska sem brotnaði.

Þannig líður mér eftir að hafa fengið þær fregnir að MITT sparifé væri ekki tryggt,
en sparifé NONNA í næsta húsi sem nennti ekki að mæta niður í Landsbanka til að
fá fjármálaráðgjöf, það er tryggt og öruggt. Og það sem er líka bráðfyndið er að
vextirnir á hans reikningi hafa síst verið með minni vexti en mínir "öruggu" sjóðir.

Ég fékk hluta af mínu sparifé (peningabréf) sem ég lagði inn ásamt konu minni nýverið.
Ég held að við höfum fengið 67% af því sem við treystum Landsbankanum fyrir.
Síðan er aðal summan ennþá frosin í einhverjum "varfærnum og áhættulausum sjóðum"
vegna þess að ekki er hægt að meta enn hvað við höfum tapað miklu.
Á meðan allt er frosið erum við svo auðvitað rukkuð um yfirdráttarvexti.
Við vorum kölluð niður í Landsbanka á sínum tíma til að fara yfir málin og okkur
eindregið ráðlagt að setja allt okkar sparifé í þessa sjóði.

Ég er sammála Herði, nú vantar okkur góðan lögfræðing. Þetta er unnið mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Höfundur

Birgir Þorsteinn Jóakimsson
Birgir Þorsteinn Jóakimsson
Grafískur hönnuður og jógakennari með MBA gráðu frá HÍ. Maraþonhlaupari, hjólreiðamaður og verðandi sjósundmaður. Mæti alla morgna kl. 7.00 (nema laugard. og sunnud.) í Müllersæfingar hjá Dóra foringja í Vesturbæjarlaugina. Hlaupið frá Vesturbæjarlaug mánud. og miðvikud. kl. 16:30 og föstudaga kl. 16:30. Stundum á laugard. kl. 10:00 og á sunnud. kl. 10:10.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hlaup 2011 kapa 200
  • K nafer MBA0212 jpg
  • bjragey mom143 4384
  • Stærri árskógur+birgisdætur
  • Bjargey IMG 2003

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband