Óeirðir út af stöðumælasekt

Jammm. Það var nú gaman að mótmæla í denn þegar maður var í MH. En þá var líka kalt stríð og Ísland átti að fara úr Nató og herinn átti að fara burt og svona. Ég mætti á Austurvöll í dag og sá þar Geir Jón Þórisson yfirlöggu knúsa vinkonu sína og fór fundurinn mjög friðsamlega fram. Reyndar var hún Gerður í Flónni ekki með betri ræðumönnum sem ég hef heyrt í og eftir að ég missti þráðinn í fimmta sinn fór ég af svæðinu, enda hún Sólborg mín að fara að halda píanótónleika. Síðan heyri ég í fréttum að einhver læti hafi verið við lögreglustöðina við Hverfisgötu út af því að einhver strákur hefði verið settur í djeilið fyrir að borga ekki sekt. Þeir sprautuðu piparúða sem virðist vera mjög vinsæll í dag og þurfti fréttamaður frá Stöð 2 víst að fá aðhlynningu á spítala á eftir. Ekki gott, en Stefán Eiríks lögreglustjóri stóð sig afburðavel í viðtali við fréttamann á Rúv er hann sagði hlutverk lögreglunnar fyrst og fremst að gæta þess að mótmælendur næðu að koma mótmælum sínum á framfæri. Mér létti stórum, enda ekki vanur öðru en öðlingsskap af hálfu lögreglunnar. Ég vona að mótmælin næsta laugardag verði jafn friðsamleg og í dag. Ég lít ekki svo á að mótmælin okkar á Austuvelli hafi verið hluti af þessum æsingi við Hverfisgötuna í dag. Shalom!
mbl.is Mótmæli við lögreglustöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þessi Eva ætti að athuga hvað hafi misfarist í uppeldinu á þessum villingi hennar áður en að hún fer að gaspra í lúðra á almannafæri!

lelli (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 22:13

2 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

sammála síðasta ræðumanni.. þetta kallast að gera sig að fífli fyrir framan alþjóð

Viðar Freyr Guðmundsson, 23.11.2008 kl. 03:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Höfundur

Birgir Þorsteinn Jóakimsson
Birgir Þorsteinn Jóakimsson
Grafískur hönnuður og jógakennari með MBA gráðu frá HÍ. Maraþonhlaupari, hjólreiðamaður og verðandi sjósundmaður. Mæti alla morgna kl. 7.00 (nema laugard. og sunnud.) í Müllersæfingar hjá Dóra foringja í Vesturbæjarlaugina. Hlaupið frá Vesturbæjarlaug mánud. og miðvikud. kl. 16:30 og föstudaga kl. 16:30. Stundum á laugard. kl. 10:00 og á sunnud. kl. 10:10.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Hlaup 2011 kapa 200
  • K nafer MBA0212 jpg
  • bjragey mom143 4384
  • Stærri árskógur+birgisdætur
  • Bjargey IMG 2003

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband