22.11.2008 | 22:02
Óeirðir út af stöðumælasekt
Jammm. Það var nú gaman að mótmæla í denn þegar maður var í MH. En þá var líka kalt stríð og Ísland átti að fara úr Nató og herinn átti að fara burt og svona. Ég mætti á Austurvöll í dag og sá þar Geir Jón Þórisson yfirlöggu knúsa vinkonu sína og fór fundurinn mjög friðsamlega fram. Reyndar var hún Gerður í Flónni ekki með betri ræðumönnum sem ég hef heyrt í og eftir að ég missti þráðinn í fimmta sinn fór ég af svæðinu, enda hún Sólborg mín að fara að halda píanótónleika. Síðan heyri ég í fréttum að einhver læti hafi verið við lögreglustöðina við Hverfisgötu út af því að einhver strákur hefði verið settur í djeilið fyrir að borga ekki sekt. Þeir sprautuðu piparúða sem virðist vera mjög vinsæll í dag og þurfti fréttamaður frá Stöð 2 víst að fá aðhlynningu á spítala á eftir. Ekki gott, en Stefán Eiríks lögreglustjóri stóð sig afburðavel í viðtali við fréttamann á Rúv er hann sagði hlutverk lögreglunnar fyrst og fremst að gæta þess að mótmælendur næðu að koma mótmælum sínum á framfæri. Mér létti stórum, enda ekki vanur öðru en öðlingsskap af hálfu lögreglunnar. Ég vona að mótmælin næsta laugardag verði jafn friðsamleg og í dag. Ég lít ekki svo á að mótmælin okkar á Austuvelli hafi verið hluti af þessum æsingi við Hverfisgötuna í dag. Shalom!
Mótmæli við lögreglustöðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Birgir Þorsteinn Jóakimsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að þessi Eva ætti að athuga hvað hafi misfarist í uppeldinu á þessum villingi hennar áður en að hún fer að gaspra í lúðra á almannafæri!
lelli (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 22:13
sammála síðasta ræðumanni.. þetta kallast að gera sig að fífli fyrir framan alþjóð
Viðar Freyr Guðmundsson, 23.11.2008 kl. 03:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.