15.12.2008 | 14:21
Þessir Pólverjar…
Pössum okkur á að dæma ekki heilar þjóðir, tugmilljóna þjóðir
út af nokkrum skemmdum eplum. Ástandið í Austur Evrópu
hefur undanfarin ár verið með þeim hætti að skipulögð glæpa-
starfsemi hefur vissulega blómstrað. Við megum samt ekki gleyma því
að 99,9% af t.d. Pólverjum eru mesta sómafólk. Ég var nýlega
á vinnustað þar sem Pólverji var að vinna við rafmagn. Einn vinur
minn var að tala um lögregluna og sagði að hún væri undirmönnuð
og fjársvelt og hefði ekki einu sinni bolmagn til að halda niðri brjáluðum
Pólverjum sem væru að berja menn. Ég sá að Pólverjanum sárnaði að
vera spyrt saman við þessa ofbeldismenn. Svona álíka og að mér sem
Íslendingi væri skipað á bekk með dæmdum íslenskum ofbeldismönnum.
Þungir dómar í Keilufellsmáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Birgir Þorsteinn Jóakimsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst það samt jákvætt að þessir menn eru látnir sitja dóminn af sér heim. Allavega er það þannig með Litháa veit ekki hvort við erum með samsvarandi samning við Pólland. En ég meina ef við sendum þá heim þá ættum við að losna við bróðurpartinn af þessum ofbeldismönnum... allavega þessa verstu, verst að einungis 4 af 12 voru dæmdir.... þ.e.a.s. við losnum við þá ef þeim er meinað að koma aftur til Íslands. Ég vona það innnilega, það að einhverjir menn séu að reyna að punga út verndarskatt nær náttúrulega engri átt. Þetta er auðvitað eitthvað sem þarf að stoppa strax... Vona að þeir verði sendir í burtu og við sjáum þessa menn aldrei aftur.
Fannar (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 14:46
Það var verið að dæma 4 (fjóra) Pólverja, ekki aðra Pólverja sem dvelja á Íslandi, hvað þá alla pólsku þjóðina. Ég get a.m.k. ekki lesið neitt annað út úr fréttinni en dóm yfir 4 afbrotamönnum sem eru frá Póllandi.
Sigrún (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 14:52
það er rétt að dæma ekki heila þjóð fyrir verk nokkurra manna en er ekki verið að gera það við okkur íslendinga varðandi stóra bankamálið ? Það þarf líka að dæma þessa bankaræningja.
Ragnar Borgþórs, 15.12.2008 kl. 15:57
Mér er alveg sama hvaði þjóðerni þeir eru af sem brjóta af sér. Það sem mér finnst skipta máli að þeir sitji dóma ekki í íslenskum fangelsum við höfum ekki efni á því að veita erlendum glæpamönnum fæði og húsaskjól svo burt með þá
Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 17:00
Ísland fyrir íslendinga !! Burt með helvítis skrílinn frá Póllandi, Litháen, Lettlandi og Rúmeníu. Þetta er helvítis drullupakk og sníkjudýr upp til hópa. Þeir geta tekið Paul Ramses með sér......
sterlends, 15.12.2008 kl. 17:50
Eru ekki allir Íslendingar dæmdir fyrir gjörðir fjárglæframannanna? bankaeigendanna.... ég veit ekki betur.
Svona virðist þetta bara vera, því miður.
ThoR-E, 15.12.2008 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.