Hvernig bækur eiga sagnfræðingar að skrifa?

Nú er það nokkuð óumdeilt að Guðjón hefur unnið mikið þrekvirki með því að
rita ævisögur nokkurra af merkustu mönnum íslandssögunnar. Þegar hann svo
ákveður að skrifa bók um forseta íslands þar sem hann setur sig í þær stellingar
sem honum finnst hæfa um mann sem er enn starfandi forseti, þá finnst fólki
sem hann sé að svíkja einhvern málstað. Mér finnst gagnrýnin á Guðjón vera
alíka og að því væri mótmælt að Georg Guðni væri hættur að mestu að nota
bláan lit og farinn að nota rauðan meira en góðu hófi gegnir í málverkum sínum.
Sagnfræðingar eru nefnilega líka rithöfundar og þá um leið listamenn. Listamenn
eiga að hafa meira frelsi en t.d. endurskoðendur eða ættfræðingar. Mér finnast
þessi skot á Guðjón vera nokkuð lituð af því hvaða hug fólk ber til Ólafs Ragnars
og fortíðar hans sem stjórnmálamanns. Guðjóni ber engin skylda til að skrifa bók
um forseta Íslands eins og fólk út í bæ vill að hún sé skrifuð. Hann ræður því sjálfur.
Síðan heyrist mér að bókin seljist bara vel, svo að kannski er hér um að ræða hróp
fárra manna. Síðan er hitt auðvitað rétt að bókin hlýtur að vera minnisvarði um
„veröld sem var“,en endalok gróðærisins voru Guðjóni auðvitað ekki fyrirsjáanleg
frekar en okkur hinum.

mbl.is Ást Guðjóns til forsetans rauði þráðurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Höfundur

Birgir Þorsteinn Jóakimsson
Birgir Þorsteinn Jóakimsson
Grafískur hönnuður og jógakennari með MBA gráðu frá HÍ. Maraþonhlaupari, hjólreiðamaður og verðandi sjósundmaður. Mæti alla morgna kl. 7.00 (nema laugard. og sunnud.) í Müllersæfingar hjá Dóra foringja í Vesturbæjarlaugina. Hlaupið frá Vesturbæjarlaug mánud. og miðvikud. kl. 16:30 og föstudaga kl. 16:30. Stundum á laugard. kl. 10:00 og á sunnud. kl. 10:10.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Hlaup 2011 kapa 200
  • K nafer MBA0212 jpg
  • bjragey mom143 4384
  • Stærri árskógur+birgisdætur
  • Bjargey IMG 2003

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 788

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband