27.12.2008 | 13:06
Hver er stefna íslendinga…
gagnvart Ísrael. Þetta vandræðabarn Vesturlanda gæti orðið sú
púðurtunna sem næst springi og valið gríðarlegri sundrung.
Það er lítið mál fyrir Bandaríkjamenn að stöðva Ísrael, en viljinn til
þess virðist enginn. Held að Obama sé mjög illa upplýstur um Ísrael
og Palestínu, eða þá heilaþveginn eins og raunin er um lang flesta
bandaríkjamenn. Vandinn í Palestínu og Ísrael hefur nákvæmlega EKKERT
með Gyðinga sem slíka að gera. Það voru mikil mistök að láta þeim þetta
land í té á sínum tíma sem við rændum frá Palestínumönnum. Síðan koma
menn og kalla mann and gyðinglega sinnaðan ef maður er þeirrar skoðunar
að Palestínumenn hafi verið beittir ranglæti. Gyðingar hafa borið höfuð og
herðar yfir annað fólk á mörgum sviðum og eiga aðdáun mína alla, en það
hefur ekkert með það að gera að palestínumenn séu beittir órétti. Gyðingar
eiga ekki meiri rétt en aðrir þó að Þjóðverjar hafi framið sitt þjóðarmorð.
Palestínumenn tóku ekki þátt í því og eru alsaklausir af því að hafa gert
nokkuð á hlut Gyðinga í Evrópu á síðustu öld.
Röð loftárása á Gaza | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.12.2008 kl. 23:27 | Facebook
Um bloggið
Birgir Þorsteinn Jóakimsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjörlega sammála! Skil ekkert í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að tönglast endalaust á "áhyggjum" sínum af framferði Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum. Mér finnst lágmark að ráðið fordæmi framferðið og krefjist þess að látið verði af því án skilyrða. Maður er búinn að heyra þetta áhyggjukjaftæði í mörg ár. Það hefur nákvæmlega ekkert vægi meðan engum refsiaðgerðum er beitt. Menn hafa gripið til viðskiptabanns og þess háttar af minna tilefni - og jafnvel ráðist á þjóðir vegna gruns um að þær eigi gereyðingarvopn. Ekki ætla ég að mæla slíkum refsiaðgerðum bót, en vissulega eiga Ísraelar haug af slíku dóti. Ég veit ekki hvað Obama veit, en hef áhyggjur af því að verðandi utanríkisráðherra hans sé með ákveðna Síonistaslagsíðu. Bandaríkin eru öllum öðrum fremur með lykilinn í höndunum!
Stefán Gíslason, 28.12.2008 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.