12.1.2009 | 09:22
Stundum verður að drepa börn…
Hamas liðar eru nebblega svo rosalega vondir að þeir koma sér fyrir
þar sem konur og börn eru fyrir. Þannig neyðast grey Ísraelsmenn til að
kála þessum börnum sem fjölmiðlar eru alltaf að sýna myndir af.
Síonistar á Íslandi hafa bent á að þetta er náttúrulega bara áróður,
að vera sýna öll þessi Palestínsku börn sem eru dáin. Ekkert er verið
að sýna Ísraelsk dáin börn. Svo eru Bandaríkjamenn líka vondir við Ísraela,
ekki bara Solla, þeir fengu víst ekki leyfi hjá Bush til að bomba Íran.
Ógeðslega fúlt að fá ekki að rústa Írönum, þá hefði nefnilega orðið
rosalega mikið fjör. Örugglega fullt af dánum Ísraelskum börnum og allt.
Mótmælt við stjórnarráðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Birgir Þorsteinn Jóakimsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 786
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jafn heimskulega og þetta hljómar þá munar ekkert miklu að sumir bloggbjánarnir hér segi þetta nákvæmlega svona . Takk fyrir ágæta íroníu, mér stökk bros eftir að hafa kúgast yfir nákvæmlega sömu skilaboðum, settum fram í alvöru.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 09:35
Það er aldrei í lagi að drepa börn. Hvorki börn palestínumanna eða gyðinga.
Ísraelsmenn og palestínumenn og heimurinn þarf samt að losna við Hamas. Þeir eru stórhættulegir barnamorðingjar sem henda börnum palestínumanna í gyn óvina sinna.
Við íslendingar urðum hræðilega móðgaðir þegar Bretar settu á einn af bönkum okkar hryðjuverkalög. Hvað myndum við gera ef Hamas hefði það á sinni stefnuskrá að útrýma okkur og að heiminum væri alveg sama. Við hefðum reynt allar leiðir í tugi ára, skipt ótal mörgum sinnum um ríkisstjórnir-hægri -vinstri -hægri-vinstri--hóflegar stjórnir-herskáar stjórnir- málamiðlunarstjórnir -en allt kemur fyrir ekki- áfram er bombað á bæina okkar- áfram eru börn alin upp í að hata og drepa íslendinga. Hvað myndum við gera til að verja okkur? Hvað ef við myndum reyna að setja hryðjuverkamennina í fangelsi en að það væri ekki hægt. Þá myndum við sem lokaúrræði eftir tugi ára byggja múr á milli okkar til að verja landið okkar. En það dugar ekki heldur. Semjum vopnahlé. Nei það dugar ekki heldur - áfram er bombað á okkur - börnin okkar þora ekki í skólann af ótta - Að lokum gerist það því miður sem er að gerast núna: Stríð og dráp. Er það í lagi? Auðvitað ekki. En hvað á að gera til að verja gyðinga, kristna araba og palestínska múslima frá þessum stórhættulegu, ofstækisfullu, hryðjuverkamönnum sem kalla sig Hamas.
Ef það væri ekki fyrir Hamas væri þessu deila leyst fyrir löngu.
Lestu söguna á hlutlausan hátt og þá sérðu að Hamas eru að gera palestínumönnum þvílíkt ógagn. Þeir vilja engan frið eða málamiðlun. Þeir eru að drepa á hverjum degi þá palestínumenn sem vilja frið og málamiðlun við Ísrael.
Íslenska þjóðin ætti að skammast sín fyrir að vera svona fáfróð og heimsk um málefni Ísraels og Palestínu.
Heiðrún (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 11:15
Hamas er ekki orsök heldur afleiðing.
Ragnar Elías Ólafsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 11:35
Mér sýnist nú á öllu að það sért þú Heiðrún sem þurfir að kynna þér söguna Heiðrún. Ég mæli með 'Átakasvæðum í heiminum', eftir Jón Orm Halldórsson og 'The Question of Palestine' eftir Edward Said, til að byrja með.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 11:36
Heiðrún! Þú kemur með týpiskan einhliða málfutning í þessu máli(sem einkennir sjálfstæðismenn) og trúir alveg nákvæmlega öllu því sem Ísraelsmenn hafa verið að básúna út síðustu viku til að réttlæta morð og limlestingar á Palestínumönnum. Ég vil bara minna þig á að þrátt fyrir að Hamas séu hættuleg hryðjuverkasamtök þá er Ísraelski herinn sennilega mikið öflugri og hættulegri hryðjuverkasamtök. Það er hárrétt hjá Ragnari að Hamas er orskök áratuga ofstopa Ísraelsmanna á þessu svæði. Ef Íslendingar bara hefðu smá hugmynd um hvað er í raun að gerast þarna þá mundi þeim ofbjóða svo hrikalega að flestir mundu kúgast. Ég er búinn að heyra það frá því að þetta svokallaða "varnarstríð" Ísraelsmanna byrjaði að Ísraelsmenn neyðist til að skjóta á saklausa borgara vegna þess að Hamas liðar notið þá sem skjöld. Er þetta alveg hárrétt hjá Ísraelsmönnum eða eru þeir að réttlæta eigin hroða með þessu???? Ég bara segi af hverju vilja Ísraelsmenn ekki sjá neina fréttamenn á svæðinu meðan á stríðinu stendur??? Hamasmenn eru alls ekki á móti fréttamönnum. Maður spyr bara: Hafa Ísraelsmenn svona mikið að fela eða hvað????? Vilja þeir ganga milli bols og höfðuðs á Palestínumönnum án þess að nokkurt vitni verði til afspurnar. Er þetta sama taktíkin og Bandaríkjamenn notuðu þegar þeir rúlluðu yfir Falluja í Írakstríðinu og drápu nánast allt kvikt??? Þar voru ströng fyrimæli um engan fréttaflutning en svo spurðist út ein filma þar sem Bandarískur hermaður skaut til dauða liggjandi særðan írakskan hermann. Ég hef það á tilfinningunni að þetta sé tilfellið. Málið er að Ísraelsmenn ÆTLA sér með góðu eða illu að koma öllum Palestínumönnum út úr Palestínu. Vitið til þeim tekst það mjög sennilega því miður. Þrátt fyrir að Hamas menn séu hættuleg hryðjuverkasamtök sem studd eru af Íran þá mega þau sín lítils gegn Ísraelska hryðjuverkaríkinu sem Bandaríska herveldið styður svo dyggilega.
Gott dæmi er skóli Sameinuðu þjóðana þar sem Ísraelsmenn drápu 39 manns(flest börn). Ísraelsmenn sögðu að Hamas liðar hefðu skotið frá skólanum. (eins og þeir segja alltaf - aldrei neitt þeim að kenna). Þegar tveir starfsmenn Sameinðuðu Þjóðana komu fram sem viti og sögðu að Hamas menn hefðu ekki verið í skólanum. Sögðu þeir(Ísraelsmenn) að Hamas hefði skotið úr nágrenni skólans. Þegar starfsmenn Sameinuðu Þjóðana sögðu þetta rangt kom opinber skýring frá Ísraelsmönnum. Það var bilun í miðunarbúnaði skriðdreka byssu sem olli þessu. HEFUR EINHVER VITAÐ LÉLEGRI SKÝRINGU!!!!! Af hverju sögðu þeir þetta ekki strax??? Jú þeir voru að sjálfsögðu að ljúga. Þeir segja bara það sem þeir geta til að réttlæta eigin hryðjuverkastarfsemi og ætlast svo til þess að við vesturlandabúar kaupum þetta?????? Við erum engir bjánar!
Olli (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 14:52
Olli: Ef Hamas mættu sín lítils gagnvart ísraelsmönnum og ísraelsmenn væru þau fól sem þú heldur að þeir séu væru ísraelsmenn löngu búnir að drepa þá alla. Bandaríkjamenn hafa verið að ráðast á þjóðir út um allan heim, þjóðir sem þeim stendur engin ógn af. Ísraelsmenn hafa ekki verið að gera það. Íranski forsetinn er t.d. búinn að segja það opinberlega að hann ætli að útrýma Ísraelsríki og gyðingum og þetta er maður sem styður Hamas.
Ég held þú yrðir nokkuð hræddur ef Íranski forsetinn væri búinn að gefa út þá yfirlýsingu að hann ætlaði að útrýma öllum íslendingum. Þá liði þér ekki vel. Þá myndir þú kannski geta sett þig í spor gyðinga í Ísrael. En fyrr ekki. Því þú hefur enga samkennd og þú trúir lyginni.
Ég er ekki sammála því sem ísraelsmenn eru að gera á Gasa. Ég er á móti stríði og móti drápi á saklausum börnum. En áður en þið blindist algjörlega af því hatri sem er að fylla alla ykkar veru, skoðið þá allar hliðar málsins.
Heiðrún (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 16:23
Heiðrún trúir þú öllu sem þú lest. Það er vitað mál að samtök sem sjá um að breiða út fagnaðarerindið fyrir Ísraelsmenn vísvitandi misþýddu þessa ræðu Achmadiedjefs(hvað sem hann heitir). það eru stofnanir á vesturlöndum sem gera ekkert annað en að taka þátt í þessum leik sem felst í að fegra (eða sverta þegar það á við) fréttir. Ef þú lest fréttir og kynnir þér málin almennilega þá hefur þú væntanlega séð fréttina um að á síðustu 12 mánuðum hafi 1 ísraelsmaður látist vegna eldflaugaárása Hamas(sem er reyndar einum of mikið) en núna hvað eru komnir margir Palestínumenn(um 900 er það ekki) Ísraelsmenn hafa sjálfir viðurkennt að þeir (vísvitandi sennilega ) stórlega ofmátu hættuna af nýjustu flaugum Hamas liða.
Þú veist það Heiðrún mín alveg jafnvel og ég að raunveruleg ástæða fyrir þessum hernaði er að tryggja góða kostningar í Ísrael í febrúar það er á allra manna vörum. Mér þykir það átakanlegt að það þurfi að slátra fólki af öðru þjóðerni til að tryggja kosningar í ákveðnu landi. Að vísu í sögulegu samhengi er þetta ekki svo galið því að margar þjóðir hafa gert þetta þ.e. Bandaríkjamenn, Bretar og fleiri.
Þú segir að ég ætti að setja mig í spor Ísraelsmanna. Hefur nokkuð reynt að setja þig í spor Palestínuaraba sem er búin að búa í flóttamannabúðum alla æfi og foreldrar þínir væru búnir að gera hið sama. þú býrð við stöðuga ógn og kúgun að hálfu Ísraelsmanna. Hvernig væri að þú settist niður aðeins og íhugaðir það í smá tíma.
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 16:47
Heiðrún gleymdi að spyrja þig einnar spurningar!
Finnst þér það í lagi að slátra nokkur hundruð konum og börnum í Palestínu vegna þess að forseti írans talaði illa um Ísraelsmenn. Þú ert að nota þetta til að réttlæta þessa slátrun??????
olli (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 16:50
Olli: Nei að sjálfsögðu finnst mér það alls ekki í lagi. Ég er bara að reyna að koma ykkur í skilning um að þetta er áratugagömul, flókin deila þar sem saklaust fólk báðum megin þarf að þjást. Það eru tvær hliðar á málinu og þetta mál þarf að leysa. Það leysist ekki með fjöldamorðum á Gasa. En það leysist heldur ekki á meðan Hamas virðir enga samninga og vopnahlé og hefur heiminn, þar á meðal íslendinga í vasanum.
Heiðrún (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 22:42
Þorvaldur:
Ég reyni að setja mig í spor beggja aðila deilunnar. Sú hugmynd hefur margoft komið fram að skipta landinu aftur á milli deilenda og á sanngjarnan hátt. Ísraelsmenn hafa viljað samþykkja 90% af kröfum palestínumanna. Þeir þora ekki að gefa eftir síðustu 10% strax vegna ótta við að Hamas eigi ekki eftir að standa við sinn part(hafa aldrei staðið við neitt).
Það vilja allir frið - palestínumenn-gyðingar og kristnir arabar - en hryðjuverkamennirnir í Hamas vilja ekki frið. Það eina sem kemur til greina er að drepa alla gyðinga og útrýma þeim alveg úr landinu. Nú það kemur auðvitað ekki til greina og þar stoppar allt. Hamas eru sínu eigin fólki verstir. Gasa er með landamæri að Egyptalandi en Egyptar vilja ekki opna landamærin - ekki einu sinni til að hleypa inn mat og lyfjum. Egyptar eru múslimar sem skilja og standa með palestínumönnum en af ótta og hryllingi gagnvart Hamas vilja þeir ekki opna landamærin. Frétt af mbl.is frá 30.12. 2008:
Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, lýsti því yfir í dag að Egyptar muni ekki opna landamæri Egyptalands og Gasasvæðisins fyrr en Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, og heimastjórn hans hafi tekið við völdum á Gasasvæðinu að nýju. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten. Hamas samtökin fara nú með völd á Gasasvæðinu
Og svo eru fávísir íslendingar að verja Hamas og hafa ekki hugmynd um hversu hættulega menn þeir eru að verja. Hamas drepur fleiri palestínumenn en ísraelsher.
Heiðrún (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 22:59
Heiðrún!
Hefur þú einhverstaðar séð skrif eftir mig þar sem ég er að verja Hamas. Hamas eru hættuleg hryðjuverkasamtök það vita allir en það sem flestir gera sér ekki grein fyrir er að Hamas er ansvar fólks sem er orðið dauðþreytt á harðræði að hálfu Ísraelsmanna. Þeir byrjuðu á sínum tíma sem góðgerðarsamtök en með tímanum urðu þeir hryðjuverkasamtök þökk sé áveðnum aðgerðum Ísraelsmanna gegn Palestínuaröbum. Ég get nefnt þér eitt ákveðið dæmi ef þú vilt. Einn af stofnendum Hamas(man ekki nafnið) var á sínum tíma orðin gamall maður en var sennilega áhrifamesti leiðtogi þeirra á Þeim tíma. Hann var á síðustu árum sínum bundin við hjólastól og þess vegna ekki mikil ógn við umhverfi sitt. Hann lýsti því einu sinni yfir að Palesínumenn ættu að viðurkenna tilvist Ísraels og semja að við þá. Hvað gerðu Ísraelsmenn stuttu eftir að hann lýsti þessu yfir. Jú þeir komu með árásarþyrlu og sendu flugskeyti á bíl hans sem drap alla í bílnum. Eru þetta rétt skilaboð þegar einhver réttir fram sáttarhönd. Sennilega hefur herskárri armur Hamas á sínum tíma hreinlega gefið Ísraelsmönnum upp vitneskju um það hvar hann var að finna. Þetta var sennilega einnig ógn við Ísrael því á þeim tíma vildu þeir ekki frið því þeir vilja frá upplausn í Palestínu svo þeir geti smám saman sölsað hana alla undir sig.
Þú talar um frið og sanngjörn skipti á landi. Í byrjum þegar Ísraelsríki var stofnað þá voru nokkuð jöfn skipti á Palestínu milli Palestínuaraba og Ísraelsmanna. Þá er ég að tala um 50% skipti Hvar eru skiptin núna??? Jú Ísraelsmenn eru með meira en 90% af landinu. Af hverju skyldi það vera?? Er einhver furða á því að Palestínuarabar séu svona smá svektir yfir því að land þeirra hafi stöðugt verið að minnka frá 1948. Með þessu áframhaldi þá munu Ísraelsmenn eiga 100% eftir svona 20-30 ár og hvert eiga þá 5-6 milljónir Palestínuaraba að fara??? Eitthvert annað??? Hvert annað??? Sérðu ekki samhengið þarna í þessu máli eða ertu of blind til að sjá staðreyndir þegar þeim er haldið fyrir framan nefið á þér.
Auðvita eru Egyptar orðnir þreyttir á Gasa svæðinu. Ísraelsmenn eru með stöðugan þrýsting á Egypta vegna þessa og Hamas eru eins og ég segi ekki hægt að tala við. Eina sem hægt er að gera gegn Hamas er að slá vopn úr þeirra hendi með því að minnka ofbeldi gegn íbúum Gasa þá minnka áhrif Hamas. Þeir nærast á ofbeldi það er eitthvað sem menn verða að skilja. Ofbeldi gefur alltaf af sér meira og verra ofbeldi. Ég hélt að menn væru farnir að skilja það.
Hvar færðu þá "staðreynd" að Hamas drepi fleiri palestínumenn en ísraelsher??? Færðu þetta beint frá Ísraels??? Eða ertu að reyna að halda samviskunni hreinni gagnvart aðgerðum Ísrael og reyna að sannfæra þig um að þeir séu að gera gagn???????
Olli (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.