16.1.2009 | 23:33
Hvaða máli skiptir Ísland í dag?
Við erum aðeins 300 þúsund, lengst suður í ballarhafi, með allt niðrum okkur.
Efnahagurinn í rúst og þjóðin hrædd og reið á barmi örvæningar. Það er allavega
mín upplifun á ástandinu hér þessa stundina. Vita Ísraelar ekki um ástandið hér?
Merkilegt að þjóð sem "dissar" Sameinuðu þjóðirnar og sprengir í loft upp
spítala og matargjafir sem duga þúsundum nauðstaddra á Gasa, skuli hafa áhuga á
reyna að skýra OKKUR frá þeirra sjónarmiðum. Kannski er rétt að hitta þetta fólk og reyna
að fá einhvern botn í það hugarfar sem leiðir af sér slíkt ofbeldi gagnvart saklausum börnum
og almenningi sem enga björg getur veitt. Ég veit það ekki. Maður skilur einfaldlega
ekki svona grimmd. Hvað er það sem Ísraelsstjórn raunverulega stefnir að með þessum
árásum? Halda þeir í alvöru að nú muni Palestínumenn á Gasa hugsa með sér: Nú þeir
eru þá svona rosalega reiðir út af því að við sprengdum þessar rörasprengjur, best að vera
þæg og góð og halda áfram að lifa í þessari eymd hérna á Gasa Ekki mjög líklegt.
Það er bara verið að sá fræum enn meira haturs af hálfu Hamas og almennings í Palestínu.
Heimsókn Ísraela til Íslands afþökkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Birgir Þorsteinn Jóakimsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.