Vaknið!

Bílaumboð munu fara flest á hausinn innan tíðar ef ekki rætist
mjög úr hlutunum. Ekki mun ég gráta það mjög, enda allt of
mikið af bílum í landinu. Íslendingar væri í mjög góðum málum
hvað varðar bílaflotann þó að ENGINN nýr bíll yrði keyptur inn
til landsins næstu 5 árin. Svo er hægt að minnka bílanotkun á
höfuðborgarsvæðinu auðveldlega um cirka helming með því að
hækka bílprófsaldur í 20 ár og með því að fólk fari að hjóla og
nota strætó. Að samnýta bíla er líka ónotuð sparnaðarauðlind.
Fólk verður bara að fara að fatta það að það er ekkert vit í því
að 4ra manna fjölskyldur séu að nota 3 bíla og eyði c.a klukkustund
á hverjum degi í að skutla og skutlast hitt og þetta. Burt með allavega
helminginn af þessum helv. bílum úr borginni okkar!
mbl.is Fá ekki að skila lóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heldurðu að fólk væri fljótara að skutlast hitt og þetta í strætó?

Daníel (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 16:27

2 identicon

Sæll Birgir.

 Gaman að heyra af  hjólreiðamönnum blogga. Þú virðist líka vera hörku duglegur í að rækta líkama og sál, gott hjá þér.

Er sjálfur( eða var....) hjólreiðamaður. Trúi því að fjölmargir geti notað reiðhjól og almenningssamngöngur. Slíkt hentar þó ekki öllum.

Því miður hefur aðbúnaði til hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu farið aftur, frekar að reiðhjólafólki sé gert verr að komast leiðar sinnar.

Í mörg ár reyndi ég að takmarka eigin notkun einkabílsins, og nýta mér reiðhjól eins mikið og hægt var. Gerði þetta fyrst og fremst fyrir sjálfan mig, en vildi þó vera öðrum hvatning og góð fyrirmynd.

Eftir að hafa búið fjarri höfuðborgarsvæðinu í nokkur ár, þá flutti ég hingað aftur. Bjóst við einhverjum framförum í málefnum reiðhjólafólks. En nei, hér hafði lítið gerst, og flest til hins verra.

Nú er svo komið, að ég ráðlegg engum að nota reiðhhjól sem samgöngutæki á höfuðborgarsvæðinu. Bílaeign mín hefur að sama skapi aukist, úr einum bíl á heimilið í fimm bíla, næstum tveir bílar á hvern fjölskyldumeðlim.

Ég hjóla samt sjálfur, aðallega af því það er svo gott fyrir líkama og sál, er einnig skemmtilegt, ef horft er framhjá hönnunarmistökum og hindrunum sem af ákveðum og einbeittum vilja hafa verið settar verið upp gegn hjólreiðafólki.

Bifreiðainnflutningur má ekki leggjast af, bíll hefur sinn líftíma eins og aðrir hlutir, og þarf því endurnýjunar við. Bíil er nauðsyn hjá venjulegri fjölskyldu í dag. Samfélag okkar er þannig að uppbyggingu.

Kveðja,

 Heimir H. Karlsson.

Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 18:43

3 Smámynd: Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Alveg sammála þér. Það kemur stundum yfir mig þessi kverúlant sem vill flugvöllinn

burt strax, alla bíla helst burt strax o.sv.frv. En öll umræða er góð ef fólk er tilbúið að

taka rökum og jafnvel skipta um skoðun. Auðvitað þarf að endurnýja bíla en ég var í

Svíþjóð árið 2007 við Torslanda þar sem Volvo verksmiðjurnar eru og var undrandi á

því að arkitektinn sem við skiptum á bíl við, var á 12 ára gömlum bíl. Slíkt þótti ekki

tíðindum sæta í Svíþjóð þar sem meðalaldur bíla er mun hærri en hér. Við erum einfaldlega

orðin alger sóunarþjóð. Okkar bíll er árgerð 1994 og styrkist með hverju árinu sem líður.

Annars finnst mér aðalatriðið í dag að Íslendingar fari að hugsa meira um náungann og

reyna að skilja það að það eru ekki allir eins og þeir sjálfir. Sumir vilja hjóla og aðrir keyra,

en fólk verður að skilja það að eftir svona hálft ár, ef allt fer á versta veg, mun rekstur

venjlegrar bifreiðar verða flestu venjulegu fólki mjög erfiður. Bílar og allt tengt þeim mun

væntanlega hækka mjög í verði. Vinur minn hringdi nýverið í eitt bílaumboðið og spurði hvað

það kostaði að láta ástandsskoða bílinn við reglulega 15.000 km skoðun. 80.000 kr. var svarið.

Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 1.2.2009 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Höfundur

Birgir Þorsteinn Jóakimsson
Birgir Þorsteinn Jóakimsson
Grafískur hönnuður og jógakennari með MBA gráðu frá HÍ. Maraþonhlaupari, hjólreiðamaður og verðandi sjósundmaður. Mæti alla morgna kl. 7.00 (nema laugard. og sunnud.) í Müllersæfingar hjá Dóra foringja í Vesturbæjarlaugina. Hlaupið frá Vesturbæjarlaug mánud. og miðvikud. kl. 16:30 og föstudaga kl. 16:30. Stundum á laugard. kl. 10:00 og á sunnud. kl. 10:10.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Hlaup 2011 kapa 200
  • K nafer MBA0212 jpg
  • bjragey mom143 4384
  • Stærri árskógur+birgisdætur
  • Bjargey IMG 2003

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband