16.2.2009 | 11:35
Reiðhjólið er samgöngutæki. HJÓLUM MEIRA!
Fór í gær út í Skerjafjörð á hjóli konunnar (Kildemoes)
og uppgötvaði mér til mikillar ánægju að ekki var einungis
um það að ræða að kominn væri hjólastígur úr vesturbænum
við Ægisíðuna, heldur er líka búið að merkja götuna út í Skerjafjörð
með reiðhjólatákni lengst til hægri, sem er ætlað að minna ökumenn
bíla á rétt hjólreiðamanna.
Nú er vorið óðum að nálgast og vil ég hvetja alla til að taka fram hjólin
og fara að hjóla t.d. í og úr vinnu. Einnig er fáránlegt að nota bílinn
til allra skemmri ferða auk þess sem það er svo skemmtilegt að hjóla.
Ég veit ekkert yndislegra en að líða áfram á góðu reiðhjóli með
vindinn í andlitið. En fyrir alla muni farið varlega og það er oft
betra að hjóla á götunni en þar sem bílar gætu bakkað snögglega
út úr bílastæðum. Hvet alla til að nota hjálma ef greitt er hjólað.
Það er líka gott fordæmi fyrir börnin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Birgir Þorsteinn Jóakimsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kemuru þá á hjólinu austur um páskana, með konu og börn á bögglavberanum?
Jónas Egilsson, 18.2.2009 kl. 22:36
Auðvitað… reyndar á Rikshaw… sem er með 3 hjól…
: ) Nei… sko bílar eru nauðsynlegir… en ekki í allar ferðir…
… t.d. í og úr vinnu ef þú ert alltaf einn í bílnum og vinnur
ekki nema 2-10 km frá vinnunni. Skoðaðu hina skemmtilegu
framtíðarsýn sem er á http://www.utvarpsaga.is/
: )
Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 18.2.2009 kl. 23:41
Sammála þér Biggi um ágæti reiðhjólsins, Jónas hefði áreiðanlega gott af því að hjóla aðeins. Og hjálmarnir eru lífsnauðsynlegir; 70% hjólafólks sem beið bana í umferðinni hér í Frakklandi í fyrra var hjálmlaust. Mjög hátt hlutfall þeirra hefði líklega lifað af hefði það verið með hjálm. Ég hjólaði 12.083 km í fyrra og með hjálm hvern einasta, það telja menn ekki eftir sér að skrýðast honum. Er að fara smátúr hér um sveitirnar og þorpin á eftir, 70 km eða svo, til að fylla 1.800 frá áramótum til febrúarloka. Ég efast um að nokkurs staðar sé betra að hjóla en í Frakklandi. Tillitssemin við hjólafólk er frábær.
Bestu kveðjur á klakann.
Ágúst Ásgeirsson, 27.2.2009 kl. 11:36
Gaman að heyra frá þér Gústi minn. Ertu ekki óðum að breytast í Frakka?
Við vorum á Bretagne skaga (Paimpol) í fyrra þegar Tour de France var.
Maður var límdur við skjáinn. Já Frakkar eru sko meistarar hjólreiðanna…
… en nota ekki mikið hjálmana… svona allavega almenningur.
Verum í sambandi. A la prochaine foi!
Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 27.2.2009 kl. 11:42
Þú hefðir átt að kíkja við, ég er á Bretaníuskaganum. Það er flott í Paimpol. Fylgdist með túrnum eins og þú, límdur við skjáinn. Fjórðu dagleiðina fékk ég beint í æð, fór í þorpið þar sem Bernard Hinault býr (Calorguen) en það er tæpa 25 km frá mér. Þar fór hersingin í gegn á leiðinni frá St. Malo til Nantes. Frábær stemmning og verst að ekki skuli farið um nágrennið í ár!
Ágúst Ásgeirsson, 27.2.2009 kl. 20:56
Já…vá … hvað var maður að spá. Við rétt misstum af þeim, en sáum samt
hundrað bíla með reiðhjól á toppnum. Þvílíkt umstang. Ég hef einu sinni
séð þá áður… næstum því, það var í ölpunum árið 2000. Þá snjóaði á þá.
: ) En hefur þú aldrei spáð í að taka þátt í þríþraut? Þú getur hlaupið alltént.
Þetta er að verða æði á Íslandi. Steinn fór Iron Man í Köl í fyrra á tæpum níu
tímum að mig minnir. Mikið rok í maraþoninu þannig að hann fór "bara" á
3:18 klst. : ) Mikill nagli þar á ferð á fimmtugsaldri og enn að bæta sig…
Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 27.2.2009 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.