Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Reiðhjólið er samgöngutæki. HJÓLUM MEIRA!

Fór í gær út í Skerjafjörð á hjóli konunnar (Kildemoes)
og uppgötvaði mér til mikillar ánægju að ekki var einungis
um það að ræða að kominn væri hjólastígur úr vesturbænum
við Ægisíðuna, heldur er líka búið að merkja götuna út í Skerjafjörð
með reiðhjólatákni lengst til hægri, sem er ætlað að minna ökumenn
bíla á rétt hjólreiðamanna.

Nú er vorið óðum að nálgast og vil ég hvetja alla til að taka fram hjólin
og fara að hjóla t.d. í og úr vinnu. Einnig er fáránlegt að nota bílinn
til allra skemmri ferða auk þess sem það er svo skemmtilegt að hjóla.
Ég veit ekkert yndislegra en að líða áfram á góðu reiðhjóli með
vindinn í andlitið. En fyrir alla muni farið varlega og það er oft
betra að hjóla á götunni en þar sem bílar gætu bakkað snögglega
út úr bílastæðum. Hvet alla til að nota hjálma ef greitt er hjólað.
Það er líka gott fordæmi fyrir börnin.


Búsáhaldabyltingin fjölgar sér…

… og er nú viðbúið að næst þegar brennur við hjá henni Guðfinnu Kox
hér í Vesturbænum og hún hleypur út með pottinn muni nágrannarnir
halda að hún sé að mótmæla einhverju. Nú væri til dæmis lag að mótmæla
því að hið sykursæta kreppulag Is it true, (Geturetta verið satt?), muni
fara til Moskvu að keppa í Júgróvisjon keppninni. Che Gue vara er orðin
verslunar vara og því er næsta víst að búsáhaldabyltingin verði það líka
í framtíðinni. Samt frekar leiðinlegt að vita til þess að ofbeldisseggir hafi
varpað rýrð á mótmæli gamalla kvenna sem börðu stöfunum sínum í
ljósastaura. http://www.thorsteinngudmundsson.is/index.php?tpl=videoblogg&file=storhaettulegur_motmaelandi__.flv&autostart=true


mbl.is Bál kveikt á Lækjartorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítið að standa á Austurvelli… 

… og hlusta á kærleiksboðskap í stað reiðilestra misviturra
mótmælenda. Svo kynnti hún Bergljót mín Hörð Torfa, sem
hún sagði að hefði verið voðalega mikið að mótmæla og að
hann væri frá röddum fólksins og svona og svona og nú ætlaði
hann að breyta aðeins til og nú myndi hann flytja kærleiksríkan
boðskap til okkar og… Hörður…  gjösssovel! Og svo var beðið
og beðið og enginn Hörður kom. Þá sagði Bergljót, en hann var
hérna, ég var að tala við hann. Mjög neyðarlegt en spillti engan-
veginn atriðinu. Vetrarhátíðin er komin til að vera og það var
mjög ljúft að ganga með fjölskyldunni í kringum tjörnina með
kyndil í hönd og að syngja með brasssveitinni íslensk lög.
Áfram Ísland! Áfram kærleiksríkt Ísland!
mbl.is Kærleiksganga á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það væri gaman … 

… að fá álit okkar helstu hagfræðinga á kostum
og göllum þess að taka upp norsku krónuna.
Þetta er langt í frá einfalt mál og ekki rétt að skoða
dæmið til skamms tíma. Við verðum að reyna að
átta okkur á því hvar við stöndum eftir 10 eða 20 ár
ef við göngum EKKI í Evrópusambandið. Nú er einmitt
rétti tíminn til að upplýsa almenning um kosti og galla
þess að vera í Evrópusambandinu. Það verður líka að
passa það að þeir sem hafa sterkar skoðanir, með eða
á móti, nái ekki að einoka umræðuna með hrópum
og köllum á meðan þeir sem eru hófsamari og vilja færa
ígrunduð rök fyrir máli sínu ná ekki eyrum fólks.


mbl.is Tilbúin í viðræður um samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér datt það bara svona í hug… 

… að ef það væri markmið flokksins að fá sem flest atkvæði
í komandi kosningum, þá myndi ég kjósa að Árni Sigfússon
yrði formaður flokksins. Hann er maður sem nýtur trausts og er
heiðarlegur fram í fingurgóma. Hann hefur líka reynslu af einskonar
rústabjörgunarstörfum í Reykjanesbæ eftir að herinn sagði goodbye.


mbl.is Bjarni staðfestir framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaknið!

Bílaumboð munu fara flest á hausinn innan tíðar ef ekki rætist
mjög úr hlutunum. Ekki mun ég gráta það mjög, enda allt of
mikið af bílum í landinu. Íslendingar væri í mjög góðum málum
hvað varðar bílaflotann þó að ENGINN nýr bíll yrði keyptur inn
til landsins næstu 5 árin. Svo er hægt að minnka bílanotkun á
höfuðborgarsvæðinu auðveldlega um cirka helming með því að
hækka bílprófsaldur í 20 ár og með því að fólk fari að hjóla og
nota strætó. Að samnýta bíla er líka ónotuð sparnaðarauðlind.
Fólk verður bara að fara að fatta það að það er ekkert vit í því
að 4ra manna fjölskyldur séu að nota 3 bíla og eyði c.a klukkustund
á hverjum degi í að skutla og skutlast hitt og þetta. Burt með allavega
helminginn af þessum helv. bílum úr borginni okkar!
mbl.is Fá ekki að skila lóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, loksins… 

… það væri frábært ef Íslenska þjóðin fengi þetta sómafólk
í björgunarsveitina. Gylfi er mjög fær í sínu fagi og með hjartað
á réttum stað. Svo á hann þrjá og hálfan tíma í maraþoni.
Veitir ekki af úthaldi í þessari vinnu sem framundan er.

Bryndís er einn sá óumdeildasti stjórnmálamaður sem unnið
hefur á alþingi. Hún nýtur trausts langt út fyrir raðir Samfylkingarinnar.

Nú er eitthvað að gerast!


mbl.is Tveir ráðherrar utan þings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algert hvalræði… 

… að þurfa að hlusta enn einu sinni á þessa hvala kverúlanta
tala um það að nú geti hvalirnir skapað störf og svo fáum við
fullt af peningum fyrir kjötið etc. Ímynd Íslands er í molum.
EKG segir í fréttum að hún sé í þvílíkum molum að það skipti
ekki máli hvað við gerum. OK. Eigum við ekki bara að fara að
skjóta Pandabirni? Ég skil ósköp vel þá sem vilja nýta hvalina,
Færeyingar eiga alla mína samúð með grindadrápið. En þeir
hafa líka stundað það með líkum hætti í hundrað ár. Íslendingar
þurfa ekkert á hvalveiðum að halda og mega einmitt ekki við því
núna að glata því litla áliti sem við þó enn njótum. Við eigum að
styrkja betur stoðir hvalaskoðunarfyrirtækja en allar líkur eru á
að þar verði um að ræða áframhaldandi vöxt á komandi árum.
Þeir sem halda að veiðar og skoðun geti átt samleið eru að mínu
mati á miklum villigötum. Ég hef t.d. talað við Hollendinga sem
segja að þeir myndu aldrei fara að skoða hvali ef við værum líka
að drepa þá í stórum stíl.
mbl.is IFAW: Undrun og vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Appelsínugulur = lífsgleði og lífskraftur.

Af hugveislan.is
"Appelsínugul orka ber vott um lífsgleði, lífskraft, kynorku og innri sveigjanleika
ásamt hæfileika til að koma auga á hinar spaugilegri hliðar lífsins".
Sem sagt gott mál.


mbl.is Appelsínugul mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Höfundur

Birgir Þorsteinn Jóakimsson
Birgir Þorsteinn Jóakimsson
Grafískur hönnuður og jógakennari með MBA gráðu frá HÍ. Maraþonhlaupari, hjólreiðamaður og verðandi sjósundmaður. Mæti alla morgna kl. 7.00 (nema laugard. og sunnud.) í Müllersæfingar hjá Dóra foringja í Vesturbæjarlaugina. Hlaupið frá Vesturbæjarlaug mánud. og miðvikud. kl. 16:30 og föstudaga kl. 16:30. Stundum á laugard. kl. 10:00 og á sunnud. kl. 10:10.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Hlaup 2011 kapa 200
  • K nafer MBA0212 jpg
  • bjragey mom143 4384
  • Stærri árskógur+birgisdætur
  • Bjargey IMG 2003

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband